Ég hef verði í námi í sálgreiningu við CG Jung Instituttet í Kaupmannahöfn síðan febrúar 2018 Námslok veita inngöngu í International Association for Analytical Psychology (IAAP) og í dansk Psykoterapeutforening. Ég hef nú þegar lokið 300 tímum í eigin sálgreiningu og 400 tímum með skjólstæðingum auk 100 tíma í handleiðslu. Nú er svo komið að ég hef heimild stofnunarinnar til að taka fólk í sálgreiningu undir leiðsögn.
Ég lauk 60 ETCS í diplómanámi í sálgæslu við Endurmenntun HÍ árið 2014.
Ég hef þjónað sem prestur í þjóðkirkjunni síðan 1991 og gegni nú starfi héraðsprests Suðurprófastsdæmis frá 2010.
Ég hef góða aðstöðu í Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi til að taka á móti fólki.
Ef þú ert að leita leiða til að skilja sálina sem í þér býr dýpri skilningi,
ef þú ert að leita leiða til að greiða úr snúnum erfiðleikum þínum í tengslum við fólkið þitt,
ef þú er býrð við erfiðra lífsstöðu,
þá gætum við saman með sálfræðimeðferð sem rís af grunni Jungs gefið þér tækifæri til að öðlast dýpri innsýn í sjálfan þig og sambönd þín, er leiðir til langvarandi breytinga sem hjálpa þér að vaxa og dafna sem manneskja.
Saman göngum við á öruggan stað til að kanna meðvitundina sem býr í þér og skilja mynstrin sem hafa mótandi áhrif á líf þitt.
Viðtöl eftir samkomulagi. Gjald fyrir hverja 50 mínútna samtalsstund er 15.000 kr.
Axel Árnason Njarðvík
sími 8982935